Níu leikmenn framlengja við deildarmeistarana

KA/Þór er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli kvenna í handknattleik.
KA/Þór er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli kvenna í handknattleik. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur framlengt samninga við níu leikmenn en norðankonur urðu deildarmeistarar á dögunum og etja nú kappi við Valsara um Íslandsmeistaratitilinn sjálfan.

KA/Þór mætir Val á Hlíðarenda í öðrum leik liðanna í dag en norðankonur unnu fyrsta leikinn og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Í fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins segir mikilvægt að halda í þá öflugu leikmenn sem hafa komið liðinu þetta langt.

Rakel Sara Elvarsdóttir, 18 ára hægri hornamaður, Hulda Bryndís Tryggvadóttir, 24 ára skytta, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, 22 ára vinstri hornamaður, Arna Valgerður Erlingsdóttir, þrítug skytta, Anna Marý Jónsdóttir, 19 ára leikstjórnandi, Telma Lísa Elmarsdóttir, 19 ára skytta, Júlía Sóley Björnsdóttir, 18 ára línumaður, Hildur Lilja Jónsdóttir, 17 ára skytta og Sunna Katrín Hreinsdóttir, 18 ára vinstri hornamaður, eru þeir leikmenn sem hafa framlengt við félagið en nánar má lesa um það á heimasíðu félagsins.

Rakel Sara Elvarsdóttir er ein þeirra sem hefur framlengt samning …
Rakel Sara Elvarsdóttir er ein þeirra sem hefur framlengt samning sinn við KA/Þór. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert