Unnu bikarinn tíunda árið í röð

Barcelona fagnaði enn einum titlinum í kvöld.
Barcelona fagnaði enn einum titlinum í kvöld. Ljósmynd/Barcelona

Barcelona varð í kvöld spænskur deildabikarmeistari í handknattleik tíunda árið í röð með því að sigra Sinfín frá Santander, 33:23, úrslitaleiknum.

Barcelona vann Huesca í undanúrslitunum í gær, 43:27, og Sinfín lagði þá Bidasoa að velli, 33:28. Aron Pálmarsson lék ekki með í þessum tveimur leikjum í Santander en hann er á leið frá félaginu og gengur til liðs við Aalborg í Danmörku í sumar.

Spænski deildabikarinn þar sem fjögur sterkustu liðin eigast við fer vanalega fram um jólin en honum var frestað að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert