Íslendingaliðin framlengdu tímabilið

Óðinn Þór Ríkharðsson.skoraði 6 mörk í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson.skoraði 6 mörk í kvöld. mbl.is/Hari

Tvis Holstebro hafði betur gegn GOG í öðrum úrslitaleik liðanna um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 39:38, og knúði með því fram oddaleik í einvíginu.

Óðinn Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Holstebro sem hafði tapað fyrsta leiknum á útivelli. Viktor Gísli Hallgrímsson náði sér ekki á strik í marki GOG og varði aðeins tvö af nítján skotum sem hann fékk á sig.

Liðin mætast í oddaleiknum á heimavelli GOG miðvikudaginn 16. júní.

mbl.is