ÍBV áminnt fyrir hegðun stuðningsmanna

Frá leiknum í Kaplakrika.
Frá leiknum í Kaplakrika. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur veitt ÍBV áminningu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins í leiknum gegn FH í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla á fimmtudaginn var.

Vísir greinir frá að hópur ungra stuðningsmanna ÍBV hafi hrópað ljót orð að leikmönnum FH og þá sérstaklega þeim Einari Rafni Eiðssyni og Arnari Frey Ársælssyni.

Handknattleiksdeild ÍBV slapp við sekt að sinni en félagið þurfti að greiða 150.000 krónur í sekt vegna hegðunar stuðningsmanna í bikarleik gegn FH á síðasta ári.

mbl.is