Gekk skjálfandi inn í flugstöðina

Aldís Ásta Heimisdóttir á fleygiferð í úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals.
Aldís Ásta Heimisdóttir á fleygiferð í úrslitaeinvígi KA/Þórs og Vals. mbl.is/Sigurður Unnar

Aldís Ásta Heimisdóttir stýrði leik Íslandsmeistara KA/Þórs í handknattleik af mikilli yfirvegun á tímabilinu þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gömul.

Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill KA/Þórs sem hafnaði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en liðið varð einnig deildarmeistari í ár, ásamt því að leggja Fram að velli í Meistarakeppni HSÍ, 30:27, í úrslitaleik í Framhúsi í september í upphafi tímabilsins.

Leikstjórnandinn skoraði fjögur mörk að meðaltali í leik með KA/Þór á tímabilinu, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar að meðaltali í nítján leikjum.

„Þessi árangur okkar á tímabilinu kom okkur flestum á óvart,“ sagði Aldís Ásta í samtali við Morgunblaðið. „Það ríkti mikil spenna innan leikmannahópsins þegar félagið tilkynnti að Rut [Jónsdóttir] væri á leið til félagsins. Við vorum með nýjan þjálfara líka og aðalmarkmiðið okkar fyrir tímabilið var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina.

Meistarakeppni HSÍ var góð prófraun fyrir okkar því eftir að hafa lagt Fram að velli vissum við betur hvar við stóðum og hvað við gátum. Við héldum áfram á sömu braut og eftir að liðið varð deildarmeistari var stefnan sett á Íslandsmeistaraititlinn. Það tókst og ég held að það sé óhætt að segja við séum allar í skýjunum með tímabilið í heild sinni,“ sagði Aldís Ásta.

Ótrúleg innkoma Rutar

Landsliðskonan Rut Jónsdóttir sneri aftur heim til Íslands eftir tólf ár í atvinnumennsku og reyndist hún hvalreki fyrir félagið.

„Þegar við heyrðum fyrst af því að Rut væri á leiðinni til félagsins þá ákváðum við að taka aukaæfingar yfir sumartímann. Við vildum halda ránni í hámarki fyrir komu hennar og við mættum þar af leiðandi inn í tímabilið í frábæru formi.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »