Lykilkona áfram í Safamýri

Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið á meðal bestu leikmanna Fram undanfarin …
Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið á meðal bestu leikmanna Fram undanfarin ár. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleikskonan Ragnheiður Júlíusdóttir hefur framlengt samning sinn við Fram. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Ragnheiður, sem er 24 ára gömul, er uppalin í Safamýri og hefur leikið allan sinn ferl með Fram en hún var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð.

Þá á hún að baki 31 landsleik þar sem hún hefur skorað 41 mark en samningurinn er til næstu þriggja ára.

Ragnheiður er mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og virkur félagsmaður sem er alltaf tilbúin til að aðstoða við að gera gott starf hjá okkur í Fram enn betra,“ segir í tilkynningu Framara.

„ Hún var valin besti leikmaður Fram á lokahófi deildarinnar en einnig var hún valin íþróttamaður Fram árið 2020,“ segir ennfremur í tilkynningu Framara.

mbl.is