Þjálfari Kríu ráðinn til Noregs

Lárus Gunnarsson þáverandi markvörður Gróttu og nú þjálfari Bergsöy.
Lárus Gunnarsson þáverandi markvörður Gróttu og nú þjálfari Bergsöy. mbl.is/Styrmir Kári

Handknattleiksþjálfarinn Lárus Gunnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá karlaliði Bergsöy í C-deild Noregs. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Lárus tekur við starfinu af Einari Jónssyni sem hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram. Lárus var áður markvörður og lék lengst af með Gróttu.

Undir hans stjórn vann Kría  frá Seltjarnarnesi sér mjög óvænt sæti í úrvalsdeild karla fyrir næsta keppnistímabil.

Ekkert var leikið í C-deild Noregs á síðustu leiktíð þar sem hætt var við keppni vegna kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert