Serbnesk landsliðskona til Vestmannaeyja

ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk.
ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksdeild ÍBV og serbneska landsliðskonan Marija Jovanovic hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með liðinu næstu tvö tímabil.

Jovanovic er 26 ára og varð serbneskur meistari með Jagodina á nýliðinni leiktíð. Þá er hún landsliðskona Serbíu.

ÍBV tapaði fyrir Íslandsmeisturum KA/Þórs í undanúrslitum Íslandsmótsins. Jovanovic gæti leikið með Serbíu gegn Íslandi því liðin eru saman í riðli í undankeppni EM.

mbl.is