Í liði umferðarinnar í Þýskalandi

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Aue.
Sveinbjörn Pétursson, markvörður Aue. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er í liði 34. umferðar þýsku 2. deildarinnar í handbolta eftir frammistöðu sína fyrir Aue gegn Gummersbach um helgina.

Svein­björn varði 14 af 29 skot­um sem hann fékk á sig, sem ger­ir rúm­lega 48 pró­sent markvörslu.

Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað Aue síðustu mánuði þar sem aðalþjálfari liðsins er í veikindaleyfi. Arnar Birkir Hálfdánsson leikur einnig með liðinu.

mbl.is