Markvarslan getur ráðið úrslitum í einvíginu

Valur og Haukar leika fyrri leik sinn á Hlíðarenda í …
Valur og Haukar leika fyrri leik sinn á Hlíðarenda í kvöld. Ljósmynd/Árni Torfason

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar telur að einvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta verði spennuþrungið fram á lokasekúndurnar í seinni leiknum en fyrri úrslitaleikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld.

„Haukar voru afgerandi bestir í vetur og þeir höfðu unnið fimmtán leiki í röð þegar okkur tókst að leggja þá að velli. Þeir hafa verið langþéttastir, eru með rosalega breiðan hóp og gætu í raun stillt upp tveimur góðum liðum. Það hjálpar þeim eflaust að hafa tapað fyrir okkur, þar fengu þeir ágætis áminningu, en um leið sáu Valsmenn að það væri vel hægt að vinna Hauka á Ásvöllum,“ sagði Patrekur þegar Morgunblaðið ræddi við hann um úrslitaeinvígið.

Patrekur sagði að meiðsli Stefáns Rafns Sigurmannssonar gætu sett strik í reikninginn en ólíklegt er að hann spili með Haukum í kvöld eftir að hafa tognað aftan í læri í seinni leiknum gegn Stjörnunni í síðustu viku.

„Það yrði slæmt fyrir þá ef Stefán dettur út því hann er Haukunum gríðarlega mikilvægur. Það sást vel eftir að hann kom til þeirra í vetur hvað hann gefur liðinu mikið. En ég er sannfærður um að þetta verður jafnt einvígi. Valsmenn eru líka með breiðan hóp og leikmenn eins og Róbert, Anton, Agnar, Magnús og Alexander og þeir slógu út ÍBV sem er hörkulið.

En til að vinna þetta einvígi held ég að Valsmenn þurfi að ná 35-40 prósent markvörslu. Fyrir okkar einvígi við Haukana lagði ég dæmið þannig upp að við þyrftum 40 prósent markvörslu á meðan Haukar væru með 30. Við vorum með 38 prósent þannig að það vantaði aðeins upp á.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert