Breytingar komnar til að vera?

Einvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn er æsispennandi og verður …
Einvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn er æsispennandi og verður til lykta leitt annað kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sagt er að ýmislegt sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum sé komið til að vera. Til dæmis aukin fjarvinna og betri skilningur á sóttvörnum og ráðstafanir gegn þeim.

Eitt af því sem íþróttahreyfingin þurfti að grípa til var að finna leiðir til að ljúka keppni innan þrengri tímaramma en áður.

Í blakinu var fundið upp á svokallaðri gullhrinu sem átti að leysa af hólmi þriðja leik í einvígi. Reyndar þurfti ekki að grípa til hennar.

Í handboltanum var farin sú leið í úrslitakeppni karla að leika tvo leiki heima og heiman og láta samanlögð úrslit ráða í stað þess að þurfa að vinna tvo eða þrjá leiki í einvígi.

Það má endalaust deila um hvor aðferðin sé betri og líklega verður snúið strax aftur til fyrra horfs. En það mætti samt alveg horfa til þess að nota tveggja leikja kerfið áfram, t.d. í átta liða úrslitum.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »