Elvar og félagar hirtu bronsið í Íslendingaslag

Elvar Örn Jónsson lék vel í lokaleik sínum með Skjern.
Elvar Örn Jónsson lék vel í lokaleik sínum með Skjern. AFP

Elvar Örn Jónsson og liðsfélagar hans í Skjern unnu sér inn bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni í handknattleik með öruggum sigri gegn Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í GOG. Elvar Örn átti mjög góðan leik, sem var hans síðasti fyrir félagið. 

Hann skoraði fimm mörk úr sjö skottilraunum og gaf tvær stoðsendingar að auki í 31:26 sigri.

Viktor Gísli varði þrjú skot í marki GOG.

Þar með er tímabilinu lokið hjá liðunum tveimur í Danmörku og heldur Elvar Örn nú til Þýskalands, þar sem hann er búinn að semja við þýska 1. deildarliðið Melsungen.

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar Melsungen, auk þess sem Arnar Freyr Arnarsson er á mála þar. Þá mun Alexander Petersson einnig ganga til liðs við félagið í sumar.

mbl.is