Ísland í fimmta sæti eftir vítakeppni

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði átta mörk.
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði átta mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 19 ára og yngri tryggði sér í dag fimmta sæti í B-deild Evrópumeistaramótsins með sigri á Norður-Makedóníu eftir háspennu en mótið fór fram í Norður-Makedóníu.

Íslenska liðið komst í 4:1 og var yfir allan leikinn. Staðan í hálfleik var 16:13 og þegar skammt var eftir var Ísland komið í 24:18 og svo 28:23.

Norður-Makedónía gafst hins vegar ekki upp og tókst að jafna í 28:28 og réðust úrslitin því í vítakeppni. Þar var íslenska liðið sterkara og vann að lokum 32:30-sigur.

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Ísland, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði sjö og Elín Rósa Magnúsdóttir sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert