Frábær árangur Færeyinga

Eva Björk Ægisdóttir

Færeyska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði eftirtektarverðum árangri í B-deild Evrópumeistaramótsins í handknattleik um helgina.

Með mögnuðum 29:22-sigri gegn Hollandi tryggði liðið sér nefnilega sigur í B2-riðlinum og þar með sæti í undanúrslitum mótsins. Holland stóð uppi sem sigurvegari á mótinu eftir sigur gegn Póllandi.

Færeyska liðið fékk Pólland, sem komst upp úr A2-riðlinum sem íslenska liðið var í, í undanúrslitum en tapaði þar og sömuleiðis gegn Hvíta-Rússlandi, sem fór einnig upp úr A2-riðlinum, í leiknum um bronsið.

Fjórða sætið er þar með staðreynd fyrir Færeyjar og ljóst að framtíðin er björt hjá frænkum vorum. Íslenska liðið tryggði sér fimmta sætið á mótinu með sigri gegn Norður-Makedóníu eftir vítakeppni í gær.

Litlu munaði að Ísland næði að tryggja sér sæti í undanúrslitum en Pólland komst áfram á kostnað íslensku stúlknanna á betri markatölu eftir að liðin skildu jöfn í lokaleik A2-riðilsins og framtíðin því ekki síður björt hjá Stelpunum okkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert