Landsliðsmaður í Hafnarfjörðinn

Gytis Smantauskas er orðinn leikmaður FH.
Gytis Smantauskas er orðinn leikmaður FH. Ljósmynd/FH

Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningi við litháíska landsliðsmanninn Gytis Smantauskas. Hann kemur til FH frá Dragunas í Litháen.

Smantauskas á að fylla í það skarð sem Einar Rafn Eiðsson skilur eftir sig en Eiður gekk á dögunum í raðir KA frá FH.

„Þetta er stór og sterkur strákur með töluverða alþjóðlega reynslu. Okkur líst mjög vel á hann. Fyrstu kynni lofa góðu og við erum spenntir að sjá hann í FH-treyjunni,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni, formanni handknattleiksdeildar FH, í tilkynningu félagsins.

mbl.is