Víkingar vilja sæti Kríu

Víkingur og Kría mættust í úrslitum um sæti í efstu …
Víkingur og Kría mættust í úrslitum um sæti í efstu deild í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksdeild Víkings hefur áhuga á að taka sæti í Kríu í efstu deild karla. Kría tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á síðasta tímabili eftir sigur á Víkingi í umspili.

Kría dró hins vegar lið sitt úr keppni og er Víkingur fyrsta varalið. Handbolti.is greinir frá því að Víkingar muni senda frá sér tilkynningu innan skamms.

Víkingur var síðast í efstu deild tímabilið 2017/18. Fari svo að Víkingar hætti við er Þór næsta varalið.

mbl.is