Viktor Gísli fer til Frakklands

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Ljósmynd/HSÍ

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er á leið til Frakklands á næsta keppnistímabili. 

Franska liðið Nantes tilkynnti í dag að Viktor Gísli muni ganga í raðir félagsins næsta sumar en hann hefur að undanförnu verið orðaður við Nantes. 

Viktor leikur hins vegar með GOG og er að hefja sitt þriðja tímabil í Danmörku. Viktor gerði þriggja ára samning við GOG er verður því laus allra mála næsta sumar. 

Hann gerir einnig þriggja ára samning við Nantes samkvæmt Handbolta.is sem hefur eftir Viktori að Nantes sé „einn mest spennandi klúbbur í heiminum í dag“.

Viktor Gísli varð 21 árs í sumar og hefur á umliðnum árum verið álitinn einn efnilegasti markvörður í heimi en hann var lykilmaður í liði Íslands sem vann til silfurverðlauna á EM U19 ára landsliða sumarið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert