Selfyssingurinn drjúgur í góðum sigri

Ómar Ingi Magnússon lét einu sinni sem áður vel að …
Ómar Ingi Magnússon lét einu sinni sem áður vel að sér kveða með Magdeburg í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var ekki jafn iðinn við kolann þegar kom að markaskorun og hann hefur verið en kom þó samtals að níu mörkum með beinum hætti þegar lið hans Magdeburg vann sterkan 28:25 útisigur gegn Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.

Ómar skoraði fjögur mörk og var næstmarkahæstur leikmanna Magdeburg en auk þess lagði hann upp fimm önnur mörk fyrir liðsfélaga sína.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Magdeburg í dag.

Ýmir Örn Gíslason komst sömuleiðis ekki á blað hjá Löwen og tók að mestu þátt í varnarleiknum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert