Stjarnan í undanúrslit

Dagur Gautason skoraði 7 mörk gegn KA í kvöld.
Dagur Gautason skoraði 7 mörk gegn KA í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit Coca Cola bikarkeppni karla í handknattleik með því að slá út KA í Garðabænum. 

Bikarkeppnin 2021 er leikin um þessar mundir eftir að hafa verið frestað síðasta vetur. 

Stjarnan vann KA 34:30. Þrír leikmenn voru markahæstir með 7 mörk hjá Stjörnunni: Tandi Már Konráðsson, Dagur Gautason og Þórður Tandri Ágústsson. 

Jón Heiðar Sigurðsson átti stórleik hjá KA og skoraði 10 mörk. 

mbl.is