Fram í undanúrslitin

Haukar sækja að marki Fram í leik liðanna í kvöld.
Haukar sækja að marki Fram í leik liðanna í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Fram komst í kvöld í undanúrslit Coca Cola bikars kvenna í handknattleik með sigri á Haukum á Ásvöllum. 

Fram vann Hauka 29:24 og skoraði Ragnheiður Júlíusdóttir 8 mörk fyrir Framara. Karen Knútsdóttir skoraði 6 mörk í sjö skotum. 

Hafdís Renötudóttir varði 13 skot í markinu. Annika Petersen varði 11 skot í marki Hauka. 

Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði 7 mörk frir Hauka og Sara Odden skoraði 4. 

mbl.is