Íslendingarnir atkvæðamiklir hjá Gummersbach

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gummersbach vann öruggan sigur á Lübeck-Schwartau í þýsku 2. deildinni í handknattleik í kvöld. 

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Gummersbach í leiknum. 

Var þetta fyrsti leikur liðsins á nýju keppnistímabili en Guðjón Valur Sigurðsson er á öðru ári sem þjálfari liðsins. Var liðið í baráttunni um að komst upp í efstu deild á síðasta tímabili. 

mbl.is