Valskonur í undanúrslit

Valskonur fagna sigrinum í Eyjum.
Valskonur fagna sigrinum í Eyjum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valskonur tryggðu sig inn í undanúrslit Coca Cola-bikars kvenna í kvöld þegar liðið lagði ÍBV að velli í Vestmannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handknattleik.

Valskonur tóku völdin um miðbik fyrri hálfleiks og héldu forystunni allt til loka leiksins. Eyjakonur gerðu áhlaup nokkrum sinnum en náðu þó aldrei að jafna metin eftir að Valskonur náðu forystunni.

Lovísa Thompson, fyrirliði Vals, var frábær í kvöld og skoraði níu mörk. Hún var einnig góð varnarlega fyrir gestina sem voru klárlega betra liðið í kvöld.

Lovísa Thompson komin ein í gegn og skorar eitt átta …
Lovísa Thompson komin ein í gegn og skorar eitt átta marka sinna í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar




Marija Jovanovic átti flottan kafla í upphafi seinni hálfleiks og skoraði samtals sex mörk fyrir Eyjakonur.

Marta Wawrzynkowska varði 14 mörk í marki ÍBV en þær Sara Sif og Saga Sif vörðu 12 skot í marki Valskvenna.

ÍBV 21:24 Valur opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is