Valur og Fram mætast í undanúrslitum

Ragnheiður Júlíusdóttir lætur vaða á mark Hauka í leik Hauka …
Ragnheiður Júlíusdóttir lætur vaða á mark Hauka í leik Hauka og Fram í 8-liða úrslitum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Dregið var í kvöld til undanúrslita í Coca Cola bikarkeppnunum í handknattleik og í kvennaflokki mætast stórliðin Valur og Fram sem hafa marga hildi háð síðasta áratuginn. 

Í kvennaflokki mætast Valur og Fram annars vegar en hins vegar 1. deildarlið FH og Íslandsmeistararnir í KA/Þór. Leikið verður 29. september á Ásvöllum. 

Í karlaflokki eigast við Afturelding og Valur annars vegar en Fram og Stjarnan hins vegar. Leikið verður á Ásvöllum 30. september. 

mbl.is