Hörð barátta Reykjavíkurliðanna

Ragnheiði Júlíusdóttur og Fram er spáð góðu gengi í Olísdeild …
Ragnheiði Júlíusdóttur og Fram er spáð góðu gengi í Olísdeild kvenna. mbl.is/Unnur Karen

Fram er spáð Íslandsmeistaratititlinum í úrvalsdeild kvenna í handkattleik, Olísdeildinni, í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi Handknattleikssamband Ísland, HSÍ í Laugardalshöll í dag en samkvæmt spánni verða það Valur og Fram sem munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Ríkjandi Íslandsmeisturum KA/Þórs er spáð þriðja sæti deildarinnar og Stjörnunni því fjórða.

Þá er Aftureldingu spáð falli úr deildinni og Haukar fara í umspil um að halda sæti sínu í efstu deild.

Spáin fyrir Olís deild kvenna:

1. Fram 127 stig
2. Valur 126
3. KA/Þór 118
4. Stjarnan 99
5. ÍBV 82
6. HK 50
7. Haukar 47
8. Afturelding 23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert