ÍR og Selfoss spáð góðu gengi

ÍR-ingar féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
ÍR-ingar féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍR er spáð efsta sæti 1. deildar karla í handknattleik, Grill 66-deildarinnar og þar með sæti í efstu deild að ári í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en spáin var opinberuð á kynningarfundi HSÍ í Laugardalshöll í dag.

Þá er Herði frá Ísafirði spáð öðru sætinu og jafnframt sæti í úrvalsdeildinni en Þór frá Akureyri er spáð því þriðja.

Kvennamegin er Selfossi spáð sæti í efstu deild að ári og Gróttu, FH og ÍR umspilssætum um um laust sæti í deild þeirra bestu.

Grill 66-deild karla:

1. ÍR 268 stig
2. Hörður 255
3. Þór Ak. 235
4. Valur U 216
5. Fjölnir 213
6. Haukar U 182
7. Vængir Júpíters 125
8. Selfoss U 102
9. Berserkir 90
10. Kórdrengir 80
11. Afturelding U 49

Grill 66-deild kvenna:

1. Fram U 309 stig
2. Selfoss 305
3. Grótta 271
4. FH 263
5. Valur U 250
6. ÍR 240
7. Víkingur R. 155
8. Fjölnir/Fylkir 152
9. HK U 14
10. ÍBV U 125
11. Þór/KA U 113
12. Stjarnan 49

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert