Guðmundur sagður á förum frá Melsungen

Guðmundur Þ. Guðmundsson er sagður á förum frá Melsungen.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er sagður á förum frá Melsungen. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta og þjálfari Melsungen í Þýskalandi, er sagður á förum frá Þýska félaginu.

Melsungen hefur ekkert staðfest í þeim efnum en staðarmiðilinn HNA greinir frá.

Í frétt miðilsins er einnig greint frá því að Svíinn Robert Hedin taki við Melsungen af Guðmundi. Guðmundur tók við Melsungen í mars á síðasta ári og fór með liðið í bikarúrslit í vor hvar liðið tapaði fyrir Lemgo.

Liðið hefur ekki farið vel af stað á þessari leiktíð og er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki í þýsku 1. deildinni.

mbl.is