Haukar sterkari en Framarar

Ólafur Ægir Ólafsson átti góðan leik fyrir Hauka.
Ólafur Ægir Ólafsson átti góðan leik fyrir Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar fara vel af stað í Olísdeild karla í handbolta en Hafnarfjarðarliðið vann 29:27-sigur á Fram á heimavelli í 1. umferðinni í kvöld.

Framararnir byrjuðu betur og voru yfir framan af. Eftir tíu mínútu var staðan 4:1, Frömurum í vil. Þá tóku Haukar við sér og jöfnuðu í 4:4 Haukar komust svo yfir í fyrsta skipti í stöðunni 8:7 og var staðan í hálfleik 13:11, Haukum í vil.

Fram byrjaði seinni hálfleikinn á að jafna í 13:13 en þá fór allt í baklás hjá gestunum. Haukar gengu á lagið, skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17:13.

Haukar héldu frumkvæðinu eftir það og var staðan 23:19 þegar skammt var eftir. Fram tókst að minna muninn niður í tvö mörk í blálokin, en forskoti Hauka var ekki ógnað. 

Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tíu mörk fyrir Hauka og Stefán Rafn Sigurmannsson sex, þar af þrjú úr víti. Vilhelm Poulsen skoraði tíu fyrir Fram og Stefán Darri Þórsson fimm. 

Haukar 29:27 Fram opna loka
60. mín. Stefán Rafn Sigurmannsson (Haukar) skoraði mark Snýr boltanum í stöngina og inn úr þröngu færi. Huggulegt!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert