Selfoss í góðum málum eftir sigur í Tékklandi

Einar Sverrisson átti góðan leik.
Einar Sverrisson átti góðan leik. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Selfoss stendur vel af vígi eftir 31:25-sigur í fyrri leik sínum gegn Koprivnice frá Tékklandi í 1. umferð í Evrópubikar karla í handbolta í dag. Seinni leikurinn fer fram á morgun, en báðir leikir verða leiknir ytra. 

Selfoss var með 19:12-forskot í hálfleik og var sigurinn ekki í hættu í seinni hálfleik en Selfoss náði mest níu marka forskoti, 27:18.

Einar Sverrisson var markahæstur hjá Selfossi með sjö mörk, Ragnar Jóhannsson skoraði sex og Hergeir Grímsson gerði fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert