Sjö íslensk mörk í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson nýtti skotfærin afar vel í gær.
Kristján Örn Kristjánsson nýtti skotfærin afar vel í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar mættust í efstu deild franska handboltans í gærkvöld. 

Nancy tók þá á móti Aix í 2. umferð deildarinnar og kom Elvar Ásgeirsson við sögu í fyrsta skipti hjá Nancy í efstu deild en liðið vann sér sæti í efstu deild á síðasta tímabili. 

Elvar Ásgeirsson.
Elvar Ásgeirsson. Ljósmynd/Grand Nancy Métropole

Aix hafði betur í leiknum 38:26 og byrjar tímabilið vel. Síðasta tímabil var gott hjá Aix og liðið hefur nú unnið fyrstu tvo leikina en Nancy hefur hins vegar tapað tveimur fyrstu. 

Elvar skoraði þrjú mörk í leiknum og Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Aix og var Kristján með 100% skotnýtingu. 

Þriðji Íslendingurinn í frönsku 1. deildinni í vetur er Ólafur Guðmundsson sem kom til liðs við stórliðið Montpellier frá Kristianstad í Svíþjóð í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert