Von á jafnri og sterkari úrvalsdeild kvenna

Martha Hermannsdóttir með Íslandsbikarinn 2021.
Martha Hermannsdóttir með Íslandsbikarinn 2021. mbl.is/Sigurður Unnar

Fram hafnar í efsta sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, ef marka spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir komandi keppnistímabil. Val er spáð öðru sætinu og ríkjandi Íslandsmeisturum KA/Þórs því þriðja.

Búast má við hörkubaráttu milli efstu liðanna þar sem lítið skilur á milli þeirra þegar kemur að gæðum leikmannahópanna. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, segir að lykillinn að góðu tímabili hjá þessum sterkustu liðum verði að forðast meiðsli.

„Ég held að þetta verði skemmtilegt mót og við væntum þess að vera í toppbaráttu. Þetta verður jafnt og við ætlum að vera í baráttunni í topp fjórum. Svo kemur þetta bara í ljós, þetta fer svolítið eftir því hvaða lið halda mannskapnum sínum heilum.

Við lentum í áföllum í fyrra og það gekk ekki alveg nægilega vel og við enduðum í öðru sæti í deildinni. Þetta er svo jöfn deild, því verður maður að halda hópnum heilum. Ef það tekst er ég bara mjög bjartsýnn,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið.

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tekur í sama streng og býst við jafnri deild á tímabilinu en einnig sterkari. „Við ætlum að vera í toppbaráttunni. Við erum með feikilega öflugt lið og okkar fyrsta markmið er að koma okkur í úrslitakeppni. Svo er deildin mjög öflug. Hún var jöfn í fyrra og verður áfram jöfn núna. Deildin er sterkari núna, flest liðin hafa bætt mikið við sig og ég hef trú á því að hún verði gríðarlega skemmtileg,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert