Selfyssingar áfram eftir jafntefli

Ragnar Jóhannsson var öflugur í liði Selfyssinga í dag.
Ragnar Jóhannsson var öflugur í liði Selfyssinga í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Selfoss og tékkneska liðið Koprivnice skildu jöfn, 28:28, í síðari leik liðanna í fyrstu umferð Evrópubikar karla í handknattleik í dag. Selfoss er þar með komið áfram í aðra umferð eftir að hafa unnið fyrri leikinn örugglega í gær.

Leikurinn var afar jafn allan tímann og virtist raunar sem Koprivnice væri að sigla naumum sigri í höfn þegar liðið komst í 25:28.

Selfyssingar tóku sig hins vegar til og skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og jöfnuðu í 28:28, sem reyndust lokatölur.

Ragnar Jóhannsson og Hergeir Grímsson voru markahæstir Selfyssinga í dag með sjö mörk hvor. Þar á eftir kom Atli Ævar Ingólfsson með fimm mörk.

Fyrri leik liðanna í gær lauk með 31:25 sigri Selfoss og er liðið þar með komið örugglega í aðra umferð Evrópubikarsins þar sem liðið mætir Jeruzalem Ormoz frá Slóven­íu.

Sel­foss var í efri styrk­leika­flokki í fyrstu um­ferð en verður í neðri flokki í annarri um­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert