Dönsku meistararnir eru firnasterkir

Arnór Atlason og Aron Pálmarsson eru í röðum Aalborg en …
Arnór Atlason og Aron Pálmarsson eru í röðum Aalborg en Aron missti af leiknum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska meistaraliðið Aalborg sýndi styrk sinn í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld með því að vinna sannfærandi sigur á Montpellier frá Frakklandi, 36:28.

Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla og missti því af því að mæta félaga sínum og jafnaldra úr Hafnarfirði, Ólafi Guðmundssyni, sem skoraði tvö mörk fyrir Montpellier í leiknum. 

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem hefur farið afar vel af stað en liðið vnan tíu marka útisigur á Zagreb í Króatíu ´ifyrstu umferðinni. Montpellier er með eitt stig eftir tvo leiki en liðið gerði jafntefli við Pick Szeged frá ngverjalandi í fyrstu umferð.

mbl.is