Leikmaður Lemgo handtekinn hérlendis?

Frá leik Lemgo og Vals á dögunum.
Frá leik Lemgo og Vals á dögunum. mbl.is/Unnur Karen

Fullyrt er í frétt á Vísi í dag að einn leikmaður þýska handknattleiksliðsins Lemgo hafi orðið eftir hér á landi vegna gruns um kynferðisbrot. 

Samkvæmt Vísi var leikmaðurinn handtekinn í morgun, áður en liðsfélagar hans og aðrir úr starfsliði Lemgo héldu aftur til Þýskalands. 

Lemgo og Valur léku fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópubikarsins á Hlíðarenda á þriðjudagskvöldið. Hafði Lemgo betur 27:26 og eiga liðin eftir að mætast í síðari leiknum í Þýskalandi. 

Íslenski landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson leikur með Lemgo. Í frétt Vísis segir að Bjarki hafi farið til Þýskalands með hópnum. Þar af leiðandi sé hann ekki sá leikmaður sem um ræðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert