Stórleikur Bjarna dugði ekki til

Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH á þarsíðasta tímabili.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson í leik með FH á þarsíðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór fyrir sínum mönnum í Skövde og var markahæstur þegar liðið þurfti að sætta sig við 27:30 tap gegn Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Bjarni Ófeigur skoraði átta mörk, líkt og Viktor Kallén samherji hans og Olle Ek hjá Sävehof.

Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Daníel Freyr Andrésson varði 9 skot og skoraði eitt mark þegar Guif vann 28:25 útisigur gegn Hallby. Aron Dagur Pálsson lék einnig með Guif og skoraði eitt mark.

Þá skoraði Teitur Örn Einarsson þrjú mörk fyrir Kristianstad í 24:24 jafntefli gegn Ystad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert