Byrjaður að skora eftir langa fjarveru

Haukur Þrastarson er mættur aftur eftir langa fjarveru.
Haukur Þrastarson er mættur aftur eftir langa fjarveru. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Pólsku meistararnir Kielce höfðu betur gegn Kalisz í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 37:29.

Haukur Þrastarson var í leikmannahópi Kielce í fyrsta sinn í deildinni á leiktíðinni og hann skoraði þrjú mörk. Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í leikmannahópnum.

Haukur er komast á fullt á nýjan leik eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Kielce er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.  

mbl.is