Íslendingaliðin örugglega áfram

Viktor Gísli Hallgrímsson einbeittur í leik með íslenska landsliðinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson einbeittur í leik með íslenska landsliðinu. AFP

Danska félagið GOG, sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, og franska félagið Aix, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, eru komin örugglega áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

GOG gerði jafntefli, 27:27, í síðari leik liðsins gegn löndum sínum í Mors-Thy og kemst þar með áfram eftir að hafa unnið fyrri leikinn 30:24 og einvígið samanlagt 57:51.

Viktor Gísli varði fjögur skot í marki GOG.

Þá vann Aix sannkallaðan stórsigur gegn norska félaginu Arendal, 40:22, og fer samanlagt 67:49 áfram eftir að fyrri leiknum lauk með 27:27 jafntefli.

Kristján Örn fór fyrir sínum mönnum og var markahæstur með sex mörk ásamt tveimur liðsfélögum sínum sem skoruðu einnig sex mörk. Kristján gaf einnig tvær stoðsendingar fyrir liðsfélaga sína.

Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert