Lemgo of stór biti fyrir Val

Magnús Óli Magnússon hjá Val í baráttu við Bjarka Má …
Magnús Óli Magnússon hjá Val í baráttu við Bjarka Má Elísson hjá Lemgo í fyrri leik liðanna fyrir sléttri viku. Unnur Karen

Valur er úr leik í Evrópudeildinni í handknattleik karla eftir að hafa lotið í lægra haldi gegn Lemgo, 21:27 í síðari leik liðanna í annarri umferðinni í Þýskalandi í kvöld.

Fyrri leiknum lauk með 26:27 sigri Lemgo og tapa Valsmenn þar með einvíginu samanlagt 47:54.

Valur lék afar vel stærstan hluta leiksins í kvöld og eftir nokkuð erfiða byrjun þar sem Lemgo komst í 6:3 jöfnuðu Valsmenn metin í 6:6.

Lemgo-menn náðu aftur undirtökunum og komust í 9:7 en Valsmenn sneru taflinu við og komust í 9:10.

Aftur sneru Lemgo taflinu við og komust í 11:10 en Valsmenn skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiksins og staðan því jöfn, 11:11, í hálfleik.

Valsmenn mættu af gífurlegum krafti til leiks í síðari hálfleik, skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og komust í 11:14 þegar tæplega þrjár mínútur voru liðnar af honum.

Heimamenn í Lemgo tóku þá svo sannarlega við sér. Peter Johannesson í markinu komst í gang og varði nokkrum sinnum afar vel og Lemgo-menn hófu að útfæra hraðar sóknir sínar vel.

Lemgo skoraði enda níu mörk gegn aðeins einu á erfiðum kafla hjá Valsmönnumog sneru þannig taflinu við óafturkræft.

Staðan orðin 20:15 og þó að Valsmenn hafi ekki gefist upp og náðu að minnka muninn niður í 23:21 komust þeir ekki lengra þar sem Lemgo skoraði fjögur síðustu mörk leiksins og unnu að lokum þægilegan sex marka sigur.

Lemgo 27:21 Valur opna loka
60. mín. Jonathan Carlsbogard (Lemgo) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert