Naumur sigur Fram á Nesinu

Vilhelm Poulsen var markahæstur hjá Fram.
Vilhelm Poulsen var markahæstur hjá Fram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram vann sinn annan sigur á tímabilinu í Olísdeild karla í handbolta í kvöld er liðið heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesið og fagnaði 24:23-sigri. Grótta er enn án stiga. 

Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en Framararnir yfirleitt skrefinu á undan. Fram náði þriggja marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þegar hálfleiksflautið kom munaði tveimur mörkum, 14:12.

Grótta jafnaði snemma í 14:14 í seinni hálfleik. Þegar tíu mínútur var eftir var staðan 20:20 og mikil spenna. Þá skiptust liðin á að skora þangað til Fram komst í 24:23 og tókst Gróttu ekki að jafna eftir það og Framarar fögnuðu naumum sigri.

Vilhelm Poulsen skoraði sex mörk fyrir Fram og Breki Dagsson gerði fjögur. Igor Mrsulja skoraði sex mörk fyrir Gróttu.

Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 6, Breki Dagsson 5, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Rógvi Christiansen 2, Stefán Darri Þórsson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Kristinn Hrannar Bjarkason 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1.

Varin skot: Valtýr Már Hákonarson 8, Arnór Máni Daðason 1.

Mörk Gróttu: Igor Mrsulja 6, Andri Þór Helgason 4, Gunnar Dan Hlynsson 4, Ólafur Brim Stefánsson 3, Ívar Logi Styrmisson 3, Birgir Steinn Jónsson, Hannes Grimm 1.

Varin skot: Ísak Arnar Kolbeinsson 9, Einar Baldvin Baldvinsson 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert