Atli fór í aðgerð vegna hnémeiðsla

Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður ekki með Selfoss liðinu á næstunni í Olís-deildinni í handknattleik vegna meiðsla. 

Atli mun líklega ekki leika aftur með Selfossliðinu fyrr en að loknu hlénu sem gert er á Íslandsmótinu í janúar. Hann segir frá þessu í samtali við netmiðilinn Handbolta.is

Atli segist hafa farið í aðgerð á hné þar sem liðþófi hafi verið lagaður. Meiðslin séu ekki alveg ný af nálinni og hann hafi verið sprautaður fyrir Evrópuleikina í september. 

mbl.is