Elín í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna

Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék frábærlega með íslenska kvennalandsliðinu í tveimur …
Elín Jóna Þorsteinsdóttir lék frábærlega með íslenska kvennalandsliðinu í tveimur leikjum á dögunum. Eggert Jóhannesson

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir er í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppni EM í handknattleik kvenna eftir frábæra frammistöðu hennar gegn Svíþjóð og Serbíu á dögunum.

Hún gat ekki komið í veg fyrir stórt tap gegn sterkum Svíum en varði þó nokkrum sinnum afar laglega.

Gegn Serbum átti Elín Jóna svo sannkallaðan stórleik er hún varði 14 skot, þar af bæði vítaköst Serba, og átti stóran þátt í mögnuðum 23:21 sigri.

Evrópska handknattleikssambandið tilkynnti lið fyrstu tveggja umferða undankeppninnar á twitteraðgangi sínum í gærkvöldi og má sjá það hér fyrir neðan.

Í meðfylgjandi myndskeiði sjást tvær af markvörslum Elínar Jónu í landsleikjaglugganum.

mbl.is