Aron að verða klár í slaginn

Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu fyrr á árinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu fyrr á árinu. Ljósmynd/HSÍ

Aron Pálmarsson er í leikmannahópi Aalborg fyrir leik liðsins gegn hvítrússneska liðinu Meshkov Brest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag.

Aron hefur verið að glíma við meiðsli og hefur því ekki getað tekið þátt í leikjum Aalborg að undanförnu.

Hann er hins vegar skráður á skýrslu fyrir leik dagsins, sem hefst klukkan 16.45, og gæti því loks fengið að spreyta sig á ný.

Aron ferðaðist með Aalborg til Jeddah í Sádi-Arabíu á dögunum þar sem liðið nældi í bronsverðlaun í heimsbikar karla. Hann tók þó engan þátt í leikjunum þremur sem liðið spilaði þar.

mbl.is