Þýskar systur dæma leik karlaliðs FH

Egill Magnússon í leik með FH gegn ÍBV á síðasta …
Egill Magnússon í leik með FH gegn ÍBV á síðasta tímabili. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Þýsku systurnar Maike Merz og Tanja Kuttler munu dæma fyrri viðureign FH og SKA Minsk í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í Kaplakrika á laugardaginn.

Handbolti.is vekur athygli á þessu og er þetta líkast til í fyrsta skipti sem konur dæma Evrópuleik karla hérlendis.

Merz og Kuttler eru reynslumiklir dómarar sem hafa um langt árabil dæmt leiki í þýsku 1. deildinni karlamegin.

Leikur FH gegn Minsk hefst klukkan 17 á laugardaginn og fer sem áður segir fram í Kaplakrika.

mbl.is