Íslandsmet í Evrópuleikjum?

FH-ingar og Selfyssingar spila heimaleiki í Evrópubikarnum í dag og …
FH-ingar og Selfyssingar spila heimaleiki í Evrópubikarnum í dag og kvöld. Ljósmynd/Eggert

Sennilega setur íslenskt handboltafólk Íslandsmet í Evrópuleikjum um þessa helgi. Hvorki fleiri né færri en fimm íslensk félög leika samtals átta Evrópuleiki um helgina, ef fyrri leikur KA/Þórs í Kósóvó sem fram fór í gær er talinn með.

Af þessum átta leikjum fara aðeins tveir fram hér á landi því þrjú félaganna sömdu um að leika báða leiki sína erlendis.

Karlalið FH tekur á móti þekktasta liði Hvíta-Rússlands, SKA Minsk, í Kaplakrika klukkan 17 í dag. Þetta er fyrri leikur liðanna í 2. umferð Evrópubikarsins en þau sátu bæði hjá í 1. umferðinni.

SKA Minsk er gamalt sovéskt stórveldi og hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í hvítrússnesku deildinni í haust. Þar er liðið í sérflokki ásamt Meshkov Brest.

Karlalið Selfoss tekur á móti Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2. umferð í sömu keppni en leikið er á Selfossi klukkan 19.30 í kvöld. Selfyssingar sigruðu Koprivnice frá Tékklandi í 1. umferðinni með sex mörkum samanlagt þrátt fyrir að spila báða leikina á útivelli. Slóvenarnir sátu hins vegar hjá. Lið Jeruzalem endaði í fjórða sæti í Slóveníu í fyrra en hefur byrjað tímabilið afar illa.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert