Alltaf heillað að spila á Spáni

Ómar Ingi Magnússon átti frábært tímabil í Þýskalandi og hefur …
Ómar Ingi Magnússon átti frábært tímabil í Þýskalandi og hefur farið vel af stað á þessari leiktíð. AFP

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins í handknattleik, er spenntur fyrir því að spila á Spáni einn daginn.

Þetta nefndi hann í samtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun.

Ómar Ingi fór á kostum með Magdeburg á sínu fyrsta tímabil í Þýskalandi og varð markakóngur deildarinnar en hann er samningsbundinn þýska félaginu til sumarsins 2026.

„Það hefur alltaf heillað mig að spila á Spáni,“ sagði Ómar Ingi sem er 24 ára gamall.

„Það væri gaman að spila með góðu liði þar og Barcelona er auðvitað besta liðið þar í dag.

Þegar maður er með góðan þjálfara og flotta leikmenn í kringum sig, ásamt því að búa vel, þá er það líka ákveðinn draumur út af fyrir sig,“ sagði Ómar Ingi meðal annars.

Ómar Ingi og Magdeburg hafa byrjað tímabilið af miklum krafti í þýsku 1. deildinni og eru í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir fyrstu sjö umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert