Arnar Birkir markahæstur – Gummersbach enn með fullt hús stiga

Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í kvöld.
Arnar Birkir Hálfdánarson átti frábæran leik í kvöld. Haraldur Jónasson/Hari

Arnar Birkir Hálfdánarson átti stórleik fyrir Aue þegar liðið þurfti að sætta sig við 30:33 tap gegn Bietigheim í þýsku B-deildinni í handknattleik karla í kvöld. Þá er Gummersbach enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir öruggan sigur.

Arnar Birkir var markahæsti leikmaður Aue með sex mörk og lagði hann auk þess upp önnur fjögur fyrir liðsfélaga sína.

Sveinbjörn Pétursson lék í skamma stund í marki Aue í kvöld en tókst ekki að verja neitt af þeim þremur skotum sem hann fékk á sig.

Á sama tíma vann Íslendingalið Gummersbach 40:34 stórsigur gegn Hüttenberg.

Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson voru báðir drjúgir fyrir Gummersbach, en Elliði Snær skoraði skoraði fimm mörk og Hákon Daði þrjú, auk þess sem þeir stálu báðir einum bolta.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið, sem er búið að vinna alla sex leikina sína í B-deildinni til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert