Kristján fór á kostum

Kristján Örn Kristjánsson lék frábærlega með Aix í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson lék frábærlega með Aix í kvöld. AFP

Kristján Örn Kristjánsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Aix þegar liðið vann öruggan 29:23 útisigur gegn Créteil í frönsku 1. deildinni í handknattleik karla í kvöld.

Kristján Örn skoraði tíu mörk og lagði upp þrjú mörk að auki fyrir liðsfélaga sína.

Aix fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar þar sem liðið er einu stigi á eftir stórveldi PSG, sem á þó leik til góða.

mbl.is