Ná einnig í leikmann frá Vardar

Arnór Þorri Þorsteinsson og liðsfélagar hans í Þór léku í …
Arnór Þorri Þorsteinsson og liðsfélagar hans í Þór léku í efstu deild á síðasta tímabili en máttu sætta sig við fall niður í næstefstu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór á Akureyri hefur nælt í leikmann frá stórliðinu Vardar í Skopje en þjálfari Þórs, Stevce Alusovski, var áður þjálfari Vardar. 

Akureyri.net greinir frá því að Tomislav Jagurinovski hafi samið við Þór og sé orðinn löglegur með liðinu en Þór leikur í Grill66 deildinni, þeirri næstefstu. 

Jagurinovski er örvhentur og er í 25 manna landsliðshópi Norður-Makedóníu en mun hafa fengið fá tækifæri með Vardar í upphafi tímabilsins. 

mbl.is