Á förum frá Melsungen

Alexander Petersson mun yfirgefa Melsungen næsta sumar.
Alexander Petersson mun yfirgefa Melsungen næsta sumar. AFP

Alexander Petersson mun yfirgefa þýska handknattleiksfélagið Melsungen þegar samningur hans rennur út næsta sumar. Handball-World News greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær.

Hægriskyttan, sem er 41 árs gömul, gekk til liðs við Melsungen fyrir þetta tímabil og samdi til eins árs við félagið. 

Óvíst er hvað tekur við hjá leikmanninum en hann hefur leikið með Düsseldorf, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlín og Rhein-Neckar Löwen á atvinnumannsferli sínum.

Þá á hann að baki 180 A-landsleiki fyrir Ísland en hann vann til silfurverðlauna með liðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og til bronsverðlauna á EM 2010 í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert