Fetar í fótspor föður síns

Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman …
Einar Þorsteinn Ólafsson er í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman í byrjun nóvember. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Einar Þorsteinn Ólafsson og Elvar Ásgeirsson eru í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem kemur saman til æfinga dagana 1.-6. nóvember. 

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti æfingahóp sinn í dag en Einar og Elvar eru einu nýliðarnir í hópnum að þessu sinni.

Einar, sem varð Íslands- og bikarmeistari með Val á síðustu leiktíð, fetar þar með í fótspor föður síns Ólafs Stefánssonar sem lék yfir 300 landsleiki fyrir Ísland frá 1992 til ársins 2013 en Ólafur var fyrirliði liðsins lengi vel og talinn einn besti handknattleiksmaður heims.

Æfingarnar eru hluti af undirbúningi íslenska liðsins fyrir EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu en æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Liðið mun svo ekki hittast aftur fyrr en eftir áramót þegar leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn Litháen áður en liðið heldur út á EM hinn 11. janúar.

Æfingahópur Íslands:

Markmenn: 
Daníel Freyr Andrésson, Guif (2/0)
Grétar Ari Guðjónsson, Nice (7/0)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (25/1) 

Aðrir leikmenn: 
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (63/76)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (152/593)
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo (82/230)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Valur (0/0)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (13/14) 
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (46/120)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Haukur Þrastarson, Lomza Vive Kielce (20/22)
Hákon Daði Styrmisson,  Gummersbach (6/23)
Kristján Örn Kristjánsson, Pauc Handball (12/18)
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)
Ólafur Guðmundsson, Montpellier Handball (133/266) 
Ómar Ingi Magnússon,  SC Magdeburg (56/150)
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE Håndball (12/24)
Teitur Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (21/22)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (21/55)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (52/23)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert