Músagangur í híbýlum íslenskra landsliðskvenna

Íslenska U18-ára landsliðið stillir sér upp fyrir myndatöku eftir mikilvægan …
Íslenska U18-ára landsliðið stillir sér upp fyrir myndatöku eftir mikilvægan sigur gegn Slóveníu. Ljósmynd/HSÍ

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U18 ára landsliðs kvenna í handknattleik, segir farir íslenska hópsins ekki sléttar í Belgrad þar sem liðið leikur þessa dagana. 

Ísland keppir þar um sæti í lokakeppni EM og hefur Ísland nú þegar unnið Slóveníu en á eftir að mæta Slóvakíu og Serbíu. 

Ágúst segir frá því í samtali við Ruv.is að mýs séu úti um allt á hótelinu sem íslenski hópurinn dvelur á í serbnesku höfuðborginni. 

Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ hefur Rúv eftir Ágústi og hann segir einnig að Íslendingarnir hafi kvartað yfir aðbúnaðinum. 

Frétt RÚV 

Í mörg horn er að líta hjá Ágústi Þór Jóhannssyni …
Í mörg horn er að líta hjá Ágústi Þór Jóhannssyni í Belgrad. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is